Viltu fá Veltibílinn í heimsókn?

Veltibíllinn er tíður gestur við ýmis tilefni enda alltaf þarft að minna á bílbeltanotkun.

  • Á þessu ári hefur verið mikið að gera hjá okkur í Veltibílnum. Við höfum farið í 46 heimsóknir og hafa yfir 16.375 farþegar farið veltu í bílnum hjá okkur. Dagana 10. - 14. október ætlum við að ferðast með Veltibílinn í alla grunnskóla á Austurlandi frá Hofi í Öræfum austur að Þórshöfn. Slík heimsókn er auðvitað kostnaðarsöm og því hafa nokkur veljviljuð fyrirtæki á svæðinu styrkt verkefnið. Þessi fyrirtæki eru [...]

    Lesa meira

Veltibíllinn er í eigu Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna. Fyrsti veltibíllinn í íslenskri eigu kom til landsins árið 1995. Bíllinn var af gerðinni VW Golf en kerran var smíðuð á Íslandi. Síðan þá hefur fimm sinnum verið skipt um bíl. Árið 2000, 2005, 2010, 2015 og 2020.

Veltibíllinn hefur í gegnum tíðina haft mikið aðdráttarafl og hefur enn. Það er vinsælt að fá bílinn í heimsókn í skóla, félagsmiðstöðvar, fyrirtæki, verslanir, hátíðir og fleira. Síðan 1995 hafa 365.000 manns prófað bílinn. 

Samstarfsaðilar Brautarinnar eru Hekla, Eimskip, Aðalskoðun, KFC, Góa, Orkan og BYKO. Þá styrkti Minningarsjóður Lovísu Hrundar einnig smíði bílsins.

Myndir af bílnum eru á Facebook síðunni.

Skrá mig í félagið

Gerast félagi í Brautinni

Félagar geta orðið allir þeir sem samþykkja tilgang félagsins og lýsa yfir bindindi á áfengi og önnur fíkniefni. Til þess að njóta réttinda sem félagsmaður þarf viðkomandi að hafa greitt félagsgjald ársins. Félagsmenn styðja við mikilvægt starf félagsins og njóta afsláttarkjara.
Skrá mig í félagið

Brautin er skráð á almannaheillaskrá Skattsins. Einstaklingar sem styrkja félagið um samtals 10.000 kr á ári geta notað styrkinn til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni. Rekstaraðilar geta einnig nýtt styrki til frádráttar skattstofni skv. reglum.